Mikill fjöldi fólks var samankominn þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkagerðistúni þann 24. nóvember. Hefð hefur skapast fyrir því að eitt af jólabörnum okkar Eyjamanna kveiki á trénu. Í ár var það Eyjólfur Pétursson sem fékk að kveikja á trénu en hann á afmæli 27. desember og er því alveg að verða 7 ára. Eyjólfur var eyjamaður vikunnar í 23. tbl Eyjafrétta.
Fullt nafn: Eyjólfur Pétursson.
Fjölskylda: Mamma mín og pabbi heita Margrét Þorsteinsdóttir og Pétur Eyjólfsson.
Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að horfa á í sjónvarpinu? Teiknimyndir og Netflix.
Í hvaða bekk ertu? 2.KM.
Hvað ertu gamall? 6 ára er alveg að verða 7 ára.
Aðaláhugamál? Lego, fótbolti og handbolti.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Jólalög.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Leika við vini mína.
Hvað óttast þú mest? Ég er myrkfælinn.
Ertu að æfa eitthvað? Já, fótbolta og handbolta.
Er gaman að eiga afmæli á jólunum? Já, mjög gaman.
Hvernig var að fá að kveikja á jólatrénu? Geggjað gaman.
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Borða góðan mat, opna jólagjafir , vera með fjölskyldunni minni og halda upp á afmælið mitt.
Hvað langar þig í í jólagjöf? Nintendo Switch og Lego.
Af hverju höldum við upp á jólin? Vegna þess að Jesús fæddist á jólunum og svo að jólasveinarnir geti skemmt sér og gefið í skóinn.
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Allir.
Eitthvað að lokum? Gleðileg jól.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.