Kvenfélagið Heimaey gefur til HSU í Eyjum
hsu_nordan_0322
Starfsstöð HSU í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Nýverið færðu heiðurskonurnar í Kvenfélaginu Heimaey í Vestmannaeyjum sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum blóðtökuvagn. Sagt er frá þessu á heimasíðu HSU. Þar segir jafnframt að svona færanlegur vagn létti starfsmönnum vinnuna við nálauppsetningar og blóðtöku m.a. þar sem allt sem til þarf er á einum stað og kemur sér einstaklega vel. Heildarandvirði gjafarinnar er 368.280 kr.

Það voru þær Hrefna Hilmisdóttir formaður, Katrín Gunnarsdóttir, gjaldkeri, Ásta Kjartansdóttir, ritari sem afhentu gjöfina fyrir hönd Kvennfélagsins Heimaey. Kvenfélagið Heimaey er einn af sterkum bakhjörlum HSU og gjafir eins og þessar verða seint fullþakkaðar og eru mikill styrkur fyrir starfsfólkið og starfsemina. Þökkum öllum heiðurskonunum í Kvenfélaginu Heimaey innilega fyrir gjöfin og óskum þeim öllum velfarnaðar í sínu góða starfi um ókomna tíð, segir í fréttinni.

Gj F Fr Kvf.Heimaey
Ljósmynd/hsu.is

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.