Kvótaárið byrjar vel

Kvótaárið hjá Vestmannaey VE og Bergi VE byrjar vel að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs – Hugins ehf og Bergs ehf. Arnar ræddi málið við vef Síldarvinslunnar í gær. Bergur landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld og Vestmannaey landaði fullfermi í Neskaupstað í gær. „Það er akki annað hægt að segja en að kvótaárið fari býsna vel af stað. Skipin hafa landað fjórum sinnum hvort á tveimur fyrstu vikum kvótaársins og aflinn hefur verið býsna góður. Fyrri vikuna var mest veitt af þorski en ýsa og ufsi var mestur hluti aflans seinni vikuna. Skipin hafa landað í heimahöfn í Vestmannaeyjum og einnig í Neskaupstað og á Seyðisfirði í byrjun kvótaársins. Aflinn hefur farið til vinnslu í Vestmannaeyjum, í Grindavík, á Akureyri, á Dalvík og á Seyðisfirði. Síðan hefur lítill hluti aflans farið beint til útflutnings. Við reiknum með að skipin verði á svipuðu róli næstu vikurnar,“ segir Arnar.

Nýjustu fréttir

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.