Á miðvikudaginn 5. maí næstkomandi verður haldinn kynningarfundur um Landeyjahöfn. Fundurinn átti upphaflega að fara fram í Akóges en hefur nú verið fluttur upp í Höll og hefst hann klukkan 17.30. Undirtitill fundarins er Staða framkvæmda og framtíðarhorfur en fimm aðilar munu ræða þetta málefni á fundinum. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan.