Arftaki hans er Jarl Sigurgeirsson, kennari við Tónlistarskólann.
Í samtali við Fréttir, í tilefni tímamótanna, segir Stefán að hann hafi átt skemmtileg ár í Lúðrasveitinni og sáttur nú þegar hann lætur sprotann í hendur Jarli. Stefán fluttist til Eyja árið 1975 og var fyrr en varði genginn til liðs við Lúðrasveit Vestmannaeyja. �?�?g kem úr Sandvíkurhreppi hinum forna, nánar tiltekið úr Geirakoti þar sem ég ólst upp,�? segir Stefán þegar hann er spurður um upprunann.
�?að var tónlist á heimilinu. �?Afi spilaði á orgel og föðurbróðir minn á harmónikku. Hann var þekktur sem Steini í Geirakoti og spilaði víða. Sjálfur lærði ég á klarinet hjá Ásgeiri Sigurðssyni á Selfossi, bróður Jóns bassa sem er nýlátinn. �?egar ég var um fermingu stofnuðum við lúðrasveit og fengum �?la �?. Guðbjartsson, skólastjóra, til að kaupa fyrir okkur hljóðfæri. Sveitin var vel mönnuð því fjórir meðlimir eru atvinnumenn í tónlistinni í dag.�?
Tónlistin vék fyrir skósmíðinni
Frá Selfossi lá leiðin til Reykjavíkur þar sem Stefán fór í frekara tónlistarnám. �?�?g fór í skósmíði til að vinna fyrir mér með náminu en endirinn var sá að ég hætti í tónlistarnáminu og fór að læra skó- smíði. Hún leiddi mig svo til Vestmannaeyja því hér var enginn skósmiður eftir gos. �?að var lærimeistari minn, Gísli Ferdinandssson, sem rak mig til Eyja og hér er ég enn.�?
Stefán byrjaði strax í Lúðrasveitinni en þá var Björn Leifsson, sem starfaði í �?tvegsbankanum, stjórnandi. �?egar hann hætti 1976 tók Stefán við sem stjórnandi og gegndi stöðunni í eitt ár þegar Hjálmar heitinn Guðnason tók við.
�?�?etta var fínn hópur og gaman að kynnast þessum körlum,�? segir Stefán og telur upp heiðursmenn eins og Kjartan í Djúpadal, Sigga á Háeyri, Tryggva Jónasar, Sigga múr, Snorra Siglfirðing, Jón Gilsa, Hafstein Ágústsson, Hafliða á Svalbarða, Hjalla, Einar Erlends, Hugin málara og �?skar ljósmyndara.
Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttum á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst