Langstærsta framkvæmda-leyfi sem bærinn hefur gefið út
vidlagafjara_211123_hbh
Frá Viðlagafjöru. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs f.h. Laxey ehf., undirrituðu í lok síðasta árs samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey. ÞEtta segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Þar segir jafnframt að um sé að ræða samkomulag sem taki til uppbyggingar atvinnustarfsemi um fiskeldi og tengdrar starfsemi á lóðum Viðlagafjöru I og II.

Stefnt er á uppbyggingu þriggja til fjögurra eldisklasa á lóðinni Viðlagafjara 1 og tveggja til þriggja eldisklasa á lóðinni Viðlagafjara 2 ásamt tengdri starfsemi s.s. slátrun, pökkun, vinnslu, starfsmannaaðstöðu, kassagerð, geymslur og byggingar tengdar eldisstarfseminni.

Framkvæmdaleyfið fyrir verkefnið í Viðlagafjöru er lang stærsta framkvæmdaleyfi sem Vestmannaeyjabær hefur gefið út. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið eins og Vestmannaeyjar að fá aukna fjölbreytni í atvinnulífið og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu.

Samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimay

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.