Fyrsta slátrun hjá Laxey var í gær og var gert að laxinum í vinnsluhúsi félagsins í Viðlagafjöru. Eru þetta stór tímamót hjá Laxey sem tók á móti fyrstu hrognunum í nóvember 2023. Ári seinna, í nóvember 2024 var fyrsti laxinn fluttur í áframeldið í Viðlagafjöru. Nú, réttu ári seinna er fyrsta laxinum slátrað. Laxey Vinnsluhús starfrækt og fyrstu slátrun lokið.
„Er það samkvæmt áætlun og lykiláfangi í uppbyggingu Laxeyjar,“ segir í Fésbókarsíðu félagsins. „Á 23 mánuðum frá því fyrstu hrogn komu í hús höfum við alið fjögurra til fimm kílóa lax sem er í takt við við áætlun LAXEY sem kynnt var fjárfestum fyrir þremur árum. Þessi árangur er til vitnis um hæfni og eldmóð starfsfólks og samstarfsaðila okkar. Við höfum byggt þetta skref fyrir skref, í takt við okkar samfélag í Vestmannaeyjum og stuðning þess. Næstu skref er að auka framleiðslu stigvaxandi og á næsta ári verður framleiðslan um 5000 tonn. Ferskur íslenskur lax frá Vestmannaeyjum til neytenda á helstu mörkuðum heims,“ segir einnig.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst