Leggja til að framkvæmdinni verði flýtt
horgeyrargardur_2024_c
Hörgaeyrargarður. Eyjar.net/TMS

Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lögðu fram – á fundi framkvæmda- og hafnarráðs – vinnugögn varðandi styttingu á Hörgaeyrargarði um 40 metra sem framkvæmt yrði á þessu ári.

Til þess að styttingin geti orðið að veruleika þarf að vinna deiliskiplag, sækja um framkævmdaleyfi og óska eftir tilfærslu á fjármagni úr þriggja ára áætlun yfir í fjárhagsáætlun þessa árs. Fyrirhugað var að fara í ofangreinda framkvæmd á árunum 2025-2026. Framkvæmdastjóri sviðs og hafnarstjóri kynntu fyrirhugaðar tilfærslur á framkvæmdinni og ástæður þess fyrir bæjarfulltrúum og sátu formaður og varaformaður ráðsins kynningarfundinn.

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið taki undir mikilvægi þess að framkvæmdinni verði flýtt og leggur til að farið verði í 40m styttingu á Hörgaeyrargarði á þessu fjárhagsári. Ráðið fól starfsmönnum sviðsins að hefja deiliskipulagsvinnu og undirbúa umsókn um framkvæmdaleyfi. Þá fól ráðið framkvæmdastjóra að leggja fram minnisblað í bæjarráð með ósk um tilfærsluviðauka vegna framkvæmdarinnar.

https://eyjar.net/um-235-000-m%c2%b3-af-efni/

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.