Leiðinlegt veður en fín veiði það sem af er ári

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag. Síðan var tekið tveggja daga stopp og mun skipið halda á ný til veiða síðdegis í dag. Jón Valgeirsson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að aflinn í síðasta túr hafi verið blandaður. „Þetta var mest þorskur, koli og ýsa. Við fiskuðum í túrnum á Lónsbugtunni, í Sláturhúsinu og enduðum á Pétursey. Veðrið var afar rysjótt; frá því að vera í þokkalegu lagi og upp í það að vera kolvitlaust. Veðurfarslega hefur byrjun þessa árs verið sú leiðinlegasta á öllum mínum sjómannsferli. Það hefur hreint út sagt verið helvítis brælufargan. Á móti kemur að það hefur aflast ágætlega það sem af er árinu. Febrúar hefur verið mjög góður til þessa og það virðist vera bullandi fiskgengd. Veðrið hlýtur að fara að lagast úr þessu, það getur bara ekki annað verið. Þetta verður ekki svona endalaust,“ segir Jón.

Gullver NS mun landa um 60 tonnum á Seyðisfirði í dag eftir stutta veiðiferð.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.