Leikskólarnir lokaðir milli jóla og nýárs

“Það hefur mikið mætt á starfsfólki leikskólanna á árinu sem er nú senn að baki. Takmarkanir vegna COVID-19 hafa sett svip á allt starf og skipulag innan leikskólanna með verulega auknu álagi á starfsfólkið og nemendur,” segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar frá fræðslufulltrúa. „Leikskólarnir í Eyjum hafa á að skipa frábæru starfsfólki sem sýnt hefur mikla fórnfýsi og þrautseigju sem þeim verður seint þakkað að fullu. Það er því kærkomið jólafrí í leikskólunum á næsta leiti en líkt og undanfarin ár verða þeir lokaðir milli jóla- og nýárs. Sú breyting er hins vegar á að skipulagsdögum leikskólanna, sem að hluta voru áður voru milli jóla- og nýárs, er nú dreift á skóláárið svo þeir nýtist betur til að skipuleggja faglegt starf sem er mikilvægt á þessu fyrsta skólastigi. Komið verður til móts við foreldra sem þurfa vistun fyrir börn sín milli jóla- og nýárs hafi þeir sótt um það og sjá stjórnendur leikskólanna og afleysingastarfsfólk um starfið umrædda daga.
Það er von mín að starfsfólk leikskólanna, nemendur og foreldrar hafi það sem allra best yfir jólahátíðina og njóti samverunnar með nánustu fjölskyldu.“

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.