Líf og fjör á Húkkaraballinu

Húkkaraballið er jafnan upphafið af Þjóðhátíð hjá mörgum. Það fór fram í gær í portinu bakvið Strandveg 50 en þar hefur ballið verið haldið undanfarin ár.

Dagskráin var ekki af verri endanum en fram komu JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Sura, Baldvin x Svanur x Hjalti, DJ Egill Spegill, Þorri og Huginn.

Vel var mætt á ballið og skemmti fólk sér vel. Ekki fylgir sögunni hver húkkaði hvern en eflaust hefur einhver fundið sér lífsförunautinn í það minnsta svona fram yfir helgi.

Óskar Pétur var á staðnum og myndaði fjörið:

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.