Það var líflegt um að litast í höfninni í gær. Tvö farþegaskip höfðu viðkomu en upphaflega stóð til að þau yrðu fjögur. Tvö þeirra, Nieuw Statendam og Balmoral slepptu viðkomu og sigldu framhjá eftir að hafnsögumenn hafnarinnar höfðu farið með skipin útsýnishringi í kringum Heimaey. Í færslu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar segir að þetta sé ótrúlega svekkjandi en því miður ekki við ráðið að stjórna sjólagi. Þar kom einnig fram að júlímánuður verið nokkuð erfiður þar sem veður hefur hamlað því að hægt hefur verið að tendera frá stóru skemmtiferðaskipunum hér fyrir utan innsiglinguna.
Óskar Pétur Friðriksson tók meðfylgjandi myndir í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst