Bærinn Efri Vík er aðeins 5 km frá Kirkjubæjarklaustri og í um tveggja stunda akstursfjarlægð frá Selfossi. Hótelið er í eldhrauninu frá 1783 og örstutt frá sjálfum Laka, Skaftafelli, Jökulsárlóni og öðrum perlum Vatnajökulsþjóðgarðs. Og þó svo að áherslan sé á ræktun líkamans, dekurmeðferðir og heilsuuppbyggingu er hótelið líka tilvalinn áningarstaður fyrir alla þá sem vilja láta fara vel um sig í ferðalaginu.
En hvað er átt við með lífsstílshóteli?
�?Áður en byrjað var að byggja ákváðum við að þetta hótel yrði að vera alveg sérstakt,�? sagði Eva Björk Harðardóttir í samtali við blaðamann eftir formlega opnun sem var 18.júní sl. �?að þarf að vera öðruvísi og með glæsilegt yfirbragð. Við fengum því til liðs við okkur arkitektana frá Yrki hf og sjáum ekki eftir því. �?Við ákváðum fljótt að stefna á útivist og heilsu og fengum Sigurbjörgu Árnadóttur ráðgjafa til að hjálpa okkur við að byggja upp þemað. �?tkoman varð sú að í dag erum við með færustu sérfræðinga í heilbrigði á líkama og sál á landinu í dag á skrá hjá okkur. �?eir koma til með að bjóða upp á fræðslu og einkatíma eftir þvi sem við á og byrjum við að krafti aftur næsta haust. Tveir til þrír verða að störfum hverju sinni.�?
�?etta er ekki bara sumarhótel?
�?Nei alls ekki. Við vonumst til þess að heilsuhótelsþemað gangi það vel að með tímanum getum við boðið heilsumeðferðir allan ársins hring,�? sagði Eva Björk að lokum.
Meðal kennara og leiðbeinenda í Laka má nefna Sólveigu í Grænum kosti, Lilju Oddsdóttur lithimnufræðing, Sigrúnu Sigurðardóttur höfuðbeina- og spjaldhryggsfræðing og fleiri. Nánar er hægt að fylgjast með hvað er í boði á hverjum tíma á heimasíðu hótelsins, hotellaki.is.
Ásdís Helga Ágústsdóttir hjá Teiknistofunni Yrki sá um hönnun hússins og Sigurbjörg Árnadóttir ráðgjafi aðstoðaði við uppbyggingu á heilsuþemanu. Eigendur Laka eru ábúendur í Efri Vík, Eva Björk, maður hennar �?orsteinn M. Kristinsson og foreldrar Evu, Hörður og Salóme.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst