Listamenn framtíðarinnar

Í hádeginu í dag, föstudag, opnaði Kári Bjarnason skemmtilega sýningu á verkum nemenda í 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja. Um er að ræða myndir sem þau máluðu af smáeyjum með akrýl eða vatnsmálningu.

Myndirnar unnu þau síðan í framhaldinu með appi sem heitir picsart, tóku þar myndir af málverkunum sínum og unnu áfram með verkin.

Afraksturinn er sýning sem bæði nemendur og skólinn geta verið hreykin yfir og ánægjulegt að sjá samstarf af þessu tagi milli bókasafnsins og skólans.

Sýningin stendur áfram í Einarsstofu og um að gera að líta við og njóta listaverkanna allra sem þar hanga. Fleiri myndir frá opnun sýningarinnar má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.