Ljósin kveikt á jólatrénu
29. nóvember, 2024
DSC_5802
Myndin er tekin í fyrra við sama tilefni. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Í dag klukkan 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að Lúðrasveit Vestmannaeyja taki nokkur lög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja. Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur prestur segja nokkur orð. Að lokum mun Mónika Hrund Friðriksdóttir tendra ljósin á trénu.

Í tilefni jóla sýningar 1. bekkjar verður opið á bókasafninu til 18:00. Hvetjum alla til að koma þar við og skoða sýninguna.  Meistaraflokkur kvenna í handbolta verður með til sölu ristaðar möndlur ásamt kaffi og kakó.  Svo er aldrei að vita nema að jólasveinarnir kíki við og heyrst hefur að Trölli gangi laus í bænum, vonandi verður hann til friðs.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst