Það rættist ágætlega úr veðrinu á lokakvöldi Þjóðhátíðar þrátt fyrir óspennandi spá. Þjóðhátíðargestir léku á als oddi og fór hátíðin vel fram.
150 ára afmælistónleikarnir slógu í gegn þar sem Diljá, Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Sverrir Bergmann, Ragga Gísla, Hreimur og Eló komu fram og sungu úrval þjóðhátíðarlaga í bland við lög sem tengjast hátíðinni með einum eða öðrum hætti.
Sungið var hástöfum í brekkusöngnum undir stjórn Magnúsar Kjartans og í framhaldi af því var kveikt á öllum 150 blysunum.
Meðfylgjandi myndir tók Óskar Pétur Friðriksson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst