Lundaball 2015 - Afsökunarbeiðni Eyjafrétta
Eyjafréttir gerðu hroðaleg mistök vegna Lundaballsins 2016. Í viðtali við töframann Helliseyjar “The Great Macabra” var haft eftir honum að Lundaball 2016 yrði á vegum Suðureyjar. Hið rétta er að það er auðvitað Heimalandið sem sér um næsta Lundaball.
Hin alvarlegu mistök Eyjafrétta voru að sjálfsögðu þau að gera töframann Helliseyjar að heimildarmanni sínum, vitandi það að töframaðurinn hefur verið viti sínu fjær frá því fyrir �?jóðhátíð vegna stífra æfinga fyrir Lundaballið og stöðu Landeyjahafnar. Eyjafréttir munu hafa það í huga eftirleiðis.
Af Lundaballinu 2015 er það að frétta að uppselt er á ballið. Ítrekað er að gestir sæki miðana í dag á milli kl. 17 og 19 uppi í Höll. �?sóttir miðar verða seldir síðar en frekari upplýsingar um tímasetningu þeirrar sölu liggja ekki fyrir á þessari stundu.
Eyjafréttir vonar að þessi leiðu mistök munu ekki valda neinum eftirmálum.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.