Lundaball - Helliseyingar gáfu tóninn 1987
17. september, 2025
Bræðurnir Steingrímssynir, Svavar, Gísli, Palli og Bragi fóru mikinn á þorrablótinu 1987. Myndir Guðmundur Sigfússon.

„Á laugardagskvöldið var hið árlega lundaball haldið með pomp og pragt í Alþýðuhúsinu og sló aðsóknin öll met, um 170 manns mættu. Salurinn var þéttsetinn en það virtist síður en svo skyggja á gleði samkomugesta,“ segir í Fréttum 5. nóvember 1987 um Lundaball sem Helliseyingar héldu það haustið. Lundaball sem markaði tímamót í sögu Lundaballa bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum í mat, allri umgjörð, reisn og glæsileik sem ekki hafði áður sést. Varð fyrirmynd annarra lundaballa sem ekkert hefur náð sömu hæðum en það gæti breyst þann 25. september því nú er komið að Helliseyingum að halda Lundaball sem verður haldið með áður óþekktum glæsibrag og reisn.

„Helliseyingar sáu um ballið í þetta skiptið og var Svavar pípari Steingrímsson veislustjóri. Stjórnaði hann af röggsemi, jafnvel svo að aðrir reyndari í faginu falla í skugga þegar framgöngu hans er minnst. Tókst honum að halda mönnum við efnið svo unun var að fylgjast með og ef á þurfti að halda voru menn beðnir um að þegja og var því undantekningarlaust hlýtt. Fór ekki á milli mála hver stjórnaði.

Sagðar voru gamansögur, fjöldasöngur undir stjórn Árna Johnsen, sem virðist eiga keppinaut á Indlandi, en meira um það síðar. Þeir bræður Páll og Gísli Steingríms sungu gamalt blúslag svo sæluhrollur fór um gamla blúsara. Svavar þakkaði nú fyrir það að söng þeirra loknum að vera ekki skyldari þeim en raun ber vitni, en þeir þrír eru mæðrasynir.

Já, það var þétt setinn bekkurinn í Alþýðuhúsinu, geislandi fjör og græskulaust grín og smá skot gengu á milli eyja, en það er um úteyjar eins svo margt annað, hverjum sýnist sinn fugl fagur eins og þar stendur. Þessir smáhrekkir náðu jafnvel inn á kvennaklósettið, en hver átti upptökin að því, spyr sá sem ekki veit,“ segir um þetta sögufræga lundaball.

Til eru frábærar myndir sem Guðmundur Sigfússon tók. Hér kemur fyrsti skammtur.

 

Bragi Steingríms hefur löngum heillað konur.

 

Borðin svignuðu undan kræsingunum.

 

Þarna má sjá mörg þekkt andlit sem sett hafa svip á bæjarlífið í Vestmannaeyjum fyrr og nú.

 

Grímur kokkur sá um matinn og örugglega hefur Maggi Braga komið þar við sögu og Árni Johnsen gat glaðst yfir góðum mat.

 

Þetta gæti verið Bjarnareeyjarborðið og Kletturinn fyrir aftan.

 

Það lá vel á þeim bræðrum, Gísla og Palla.

 

Árni Johnsen, Gaui bæó og Halldór Sveinsson veifa barómetum af dýrari gerðinni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.