Í Visku verður boðið upp á námskeið í lyfjaendurnýjun á Heilsuveru og notkun Rafrænna skilríkja. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og leiðbeinendur verða Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir lyfjafræðingur og Harpa Gísladóttir bankastarfsmaður. Þær munu kenna og aðstoða fólk við að átta sig á ferlinu og komast inn í framtíðina og auðvelda fólki endurnýjun lyfja. Gott væri að koma með eigin fartölvu/ipad en annars verður ferlið sýnt á myndrænan hátt.
Haldið í húsnæði Visku að Ægisgötu 2 gömlu Fiskiðjunni á annarri hæð. Þriðjudaginn 12. janúar og fimmtudaginn 14. janúar klukkan 14:00
Nauðsynlegt er að skrá sig í síma 4880100 eða á viska@viskave.is og taka fram hvor dagurinn er valinn. Vegna fjöldatakmarkana vegna Covid geta einungis 10 manns verið í einu og nauðsynlegt að fólk hafi skráð sig til þátttöku svo hægt sé að halda utan um það.
Nafn og kennitala þarf að koma fram við skráningu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.