Löng hefð er fyrir því að vígja nokkur Þjóðhátíðar-mannvirki í dalnum á fimmtudegi fyrir hátíð. Einhverjir taka forskot á sæluna og er oft mikið stuð í dalnum.
Myllan, Vitinn og Hofið voru vígð í gærkvöldi. Venju samkvæmt voru smá sendingar voru á milli forsvarsmanna Vitans annars vegar og Myllunnar hins vegar. Aðstandendur Hofsins voru eingöngu með flugeldasýningu. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta fylgdist með í gegnum linsuna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst