Bleiki dagurinn í gær fór sennilega ekki framhjá mörgum en hann hefur verið haldin síðustu 11 ár. Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.
Verslanir bæjarins voru opnar til tíu í gærkvöldi og voru með ýmis tilboð ásamt því að hluti af ágóðanum rann til Eyjarósar krabbameinsfélagsins í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst