Margrét Lára til Linköping

Margrét Lára Viðarsdóttir er gengin í raðir sænska félagsins Linköping og skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag eftir að hafa komist að samkomulagi um að ganga til liðs við það um helgina. Hún staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net nú í kvöld. Fjöldi liða um allan heim hafði verið á eftir Margréti Láru en eftir að hún hafði skoðað aðstæður hjá Linköping fór hún aldrei leynt með að það yrði hennar fyrsti kostur kæmist hún að samkomulagi við félagið. Það er nú frágengið og ljóst að hún spilar í Svíþjóð á næsta ári.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.