Matey 2023 - Einstök upplifun
Matey 2022
Matey 2022

Matey sjávarréttahátíð verður haldin í annað sinn í ár með sama sniði og í fyrra dagana 21-23 september. Fjórir sérvaldir gestakokkar sem eru framarlega á sínu sviði munu matreiða fjögurra rétta seðil í samstarfi við fjóra veitingarstaði bæjarins, Gott, Næs, Slippinn og Einsa Kalda. Hátíðin stóð svo sannarlega undir væntingum í fyrra og ekki verður skafið af því í ár að sögn Frosta Gíslasonar verkefnastjóra hátíðarinnar. Fleiri veitingarstaðir munu taka þátt í  hátíðinni og bjóða upp á fiskirétt þessa helgi.

Þótt hátíðin sé aðeins haldin í annað sinn í ár fer hún vaxandi og er eftirsóknarverð upplifun þeirra sem hana sækja, bæði gesta, kokka og annarra. Matey er í grunninn matarhátíð en einnig samspil annarra verkefna til að mynda rannsókna á vegum Háskóla Íslands, ferðaþjónustunnar, tónlistarmanna og jafnréttismála.

“Á Matey erum við að búa til aukna þekkingu, fá inn nýja þekkingu, deila út þekkingu á okkar hráefni og skapa nýja markaði. Markmiðið er að byggja hvort annað upp, sem á eftir að skila okkur í fleiri og dýrmætari ferðamönnum, markaðsetningu á fiski og sýna hversu vel er hugsað um fólkið okkar og náttúruna”, segir Frosti.

Við hvetjum fólk til að kynna sér hátíðina, taka þátt og tala hana upp. Til þess að slík hátíð geti orðið aftur þurfum við að taka þátt og fjárfesta í framtíð okkar hér í Vestmannaeyjum.

Mynd: Karl Petersson.

Panta borð hér. 

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.