Matey sjávarréttahátíð  - Einn vinkill í stærra verkefni  
21. september, 2023

Matey sjávarréttahátíð verður haldin í annað um helgina 21-23. september. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og stóð hún sannarlega fyrir sínu að sögn Frosta Gíslasonar sem er einn af frumkvöðlum hátíðarinnar og verkefnastjóri hennar frá upphafi. Markmið hátíðarinnar er meðal annars að stimpla Vestmannaeyjar inn sem helsta mataráfangastað Íslands, bjóða upp á fjölbreyttar afurðir af fiski og lengja ferðamanna tímabilið.   

Samstarfsverkefni 

Matey sjávarréttahátíð varð upphaflega til þegar í  samtali við fulltrúa ferðamálasamtakanna vorum við að ræða um matarviðburð í tengslum við verkefni sem ég unnið að sem kallast sjávarsamfélagið og þau ræddu um hugmyndir sínar um að lengja ferðamannatímabilið og vera með viðburði á veitingastöðum bæjarins. Þá ræddum við að slá hugmyndunum saman og halda Sjávarréttahátíðina Matey sem yrði samstarfsverkefni fiskvinnslufyrirtækjanna, veitingaaðila, ferðaþjónustuaðila og fleiri. Hugmyndin var að fá fiskvinnslustöðvar og veitingarstaði, ásamt stjörnukokkum frá mismunandi stöðum með okkur í lið. “Eitt af markmiðunum er að Vestmannaeyjar verði helsti mataráfangastaðurinn á Íslandi, stimpla okkur inn sem helsta sjávarsamfélags íslands og vekja athygli á menningar arfleið þar sem við höfum frá upphafi byggðar lifað á veiðum og vinnslu á fiski, við viljum að fólk fái að upplifa það besta frá Eyjum“, segir Frosti. 

 Sniðið í ár er sama og í fyrra og munu fjórir gestakokkar matreiða fjörugurra rétta seðil í samstarfi við fjóra veitingarstaði, Gott, Næs, Slippinn og Einsa Kalda. Eru þetta sérvaldir kokkar sem hafa verið framarlega á sýnu sviði og hugmyndin sú að þeir matreiði fiskinn og hráefnin á nýjan hátt og með því skapist ný þekking á veitingarstöðunum, ásamt því að þeir taki með sér nýja þekkingu og hráefni og kynni fyrir sínu fólki.  

Fleiri veitingarstaðir taka þátt í viðburðinum og munu bjóða upp á sérvalda fiskirétti þessi helgi. Næs og Gott munu einnig bjóða upp á fiskirétt í hádeginu. Brothers Brewery bruggar bjór í tilefni hátíðarinnar sem verður kynntur á opnunarviðburðinum í Eldheimum þann 20.september og yfir hátíðina einnig. 

 

Einn vinkill í stærra verkefni 

Hátíðin tengir saman margvíslega þætti, þótt að í grunninn sé hún matarhátíð. Aðrir aðilar sem koma að hátíðinni eru listafólk, rannsóknar teymi á vegum Háskóla Íslands, ferðaþjónustan, tónlistarfólk sem leggur áherslu á að að túlka náttúrna og jafnréttismál. Allir hafa þau sömu markmið að miðla áfram þeirri þekkingu að náttúran er okkar matarkista sem við verðum að ganga vel um viljum við geta lifað hér áfram.  

 Frosti segir það afar ánægjulegt hversu gott samstarf er á milli aðila sem koma að hátíðinni. Hátíðin hefur langan aðdraganda þar sem sett eru fram skýr markmið til hverra þau vilja ná. „Við erum að búa til aukna þekkingu, fá inn nýja þekkingu, deila út þekkingu á okkar hráefni og skapa nýja markaði. Markmiðið er að byggja hvort annað upp, sem á eftir að skila okkur í fleiri og dýrmætari ferðamönnum, markaðsetningu á fiski og sýna hversu vel er hugsað um fólkið okkar og náttúruna.“ 

 

Opnun í Eldheimum 

Opnunarhátíðin fór fram í gær í Eldheimum þar sem forsvarsmenn hátíðarinnar sögðu frá tilurð hennar, fyrirtæki buðu upp á smakk, Brothers Brewery kynnti bjórinn sinn, ásamt því að Birgir Nielsen frumflutti verkið sitt Whales of Iceland. Listasýningin „Konur í sjávarsamfélagi“ var einnig opnuð í Eldheimum í gær sem haldin er samhliða Matey og er hún opin alla helgina. Félögum í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja var boðið að taka þátt þar sem áhersla er lögð á að vekja athygli á fjölþættum störfum, hlutverkum og verkefnum kvenna í sjávarsamfélögum. Sýningarstjóri er Gíslína Dögg Bjarkadóttir listakona í Vestmannaeyjum.  

 

Einstök og eftirsóknarverð upplifun 

Markmið hátíðarinnar er að bjóða öllum þeim sem hana sækja upp á einstaka upplifun. Gestakokkarnir fá að kynnast hráefninu og veitingarstöðunum og ferðaþjónustan býður upp á ferðir um Eyjuna.  

Frosti segir hátíðina afar eftirsóknarverð hjá gestakokkum og hafi allir þeir sem komu í fyrra viljað koma aftur í ár. Umfjöllunin um Matey hefur verið afar góð og mikil áhersla sé lögð á jákvæða upplifun fyrir alla, „þannig náum við að breiða út boðskapinn og markaðsetja okkur til lengri tíma“.   

Vekur upp nýjar víddir 

Þó hátíðin sé aðeins haldin í annað sinn í ár er hún sífellt að vaxa og fá meiri athygli. Frosti segir þetta hafi komið skemmtilega á óvart og vakið upp nýjar víddir „hátíðin endurspeglar líka staðina á áhugaverðan hátt, það eru miklar pælingar milli gestakokka og veitingarstaðanna og áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman“. Fólk sem sækir hátíðina fær mismunandi upplifun á hverjum stað og í fyrra voru margir sem sóttu fleiri en einn stað.   

„Í ár erum við líka með breiðari línu í hráefnis framboði því fiskvinnslustöðvar hafa verið að sameinast. Núna verður til dæmis hægt að fá rækjur á Matey vegna samruna Ísfélagsins og Ramma ehf.” 

Tökum þátt og breiðum út boðskapinn 

Að lokum vill Frosti hvetja heimamenn til þess að taka þátt og tala hátíðina upp. „Til þess að svona hátíð getið verið aftur og við getum fengið til okkar heimsklassa kokka þurfum við að taka þátt. Við erum líka að fjárfesta í framtíðinni, markaðsetja Vestmannaeyjar, auka lífsgæði okkar og lengja ferðamannatímabilið.“  

Greinina má einnig lesa í 18 tbl. Eyjafrétta

Myndir: Karl Petersson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst