Handboltavertíðin hefst í daga þegar meistarakeppni HSÍ í karlaflokki fer fram í Vestmannaeyjum. Þá mætast Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Aftureldingar kl 17:00. Í tilkynningu frá ÍBV er fólk hvatt til að fjölmenna á leikinn og styðja stráka til sigurs.
Miðasala fer fram á Stubbi en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á ÍBV TV á YouTube.