Við áramót lítum við gjarnan um öxl og rifjum upp liðið ár. Líkt og vanalega tökum við saman mest lesnu fréttafærslur ársins hér á Eyjafréttum/Eyjar.net.
Andlátsfregnir skipa efstu tvö sæti listans að þessu sinni. Í þriðja sæti segir frá vinningshafa úr lottóinu. Þar fyrir neðan er óveðursfregn úr Herjólfsdal og í fimmta sætinu er nýleg frétt um að kalla hafi þurft út aðra þyrlu til að flytja sjúkling frá Eyjum.
Topp tíu listann má sjá hér að neðan.
Ritstjórn Eyjafrétta/Eyjar.net þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á árinu. Öllum þeim sem stungu niður penna eða sendu okkur ábendingar. Munið að opin, málefnaleg umræða skapar betra samfélag. Þeir sem hafa hug á að senda inn frétt, greinar eða ábendingar endilega sendið tölvupóst á frettir@eyjafrettir.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst