Það var þéttsetinn bekkurinn á flugeldabingói ÍBV sem fór fram í Höllinni gær. Var það mál manna að sjaldan hefðu fleiri tekið þátt í fjörinu. Hlutverk bingóstjórar var í höndum hornamannana knáu Grétars Þórs Eyþórssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar, sem þeir leystu með miklum sóma. Það var að lokum Þórhildur Guðgeirsdóttir sem hreppti aðal vinninginn þegar allt spjaldið var spilað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst