Mikið af lunda sást í og við Smáeyjar í gær. Starfsmaður Þekkingarsetursins heimsótti úteyjuna Hana í gær, 22. ágúst, og sagði mikið af lunda hafa setið upp í eyjunni eins og sjá má á myndinni. Vonir manna um að lundastofninn sé að ná sér virðast á rökum reistar.