Mikil spenna á pílumótinu í Íþróttamiðstöðinni
Þeir kepptu til úrslita. F.v. Hilmar Þór, Ólafur Birgir, Árni Ágúst og Tómas.

Mikið stuð var í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi þar sem Vestmannaeyjar Open pílumótið fer fram. Keppt var í tvímenningi, samtals 42 í 21 liði. Er rúmlega helmingurinn ofan af landi. Skipt var í riðla og að lokinni riðlakeppninni var útsláttarkeppni.

Mikil spenna var í lokin en í hópnum eru margir af okkar bestu píluspilurum. M.a. var landsliðsþjálfarinn, Pétur Rúrik Guðmundsson að fylgjast með og keppa. Í lokin stóðu Tómas Óðinsson og Árni Ágúst Danílesson uppi sem sigurvegarar. Mættu þeir Eyjamanninum Ólafi Birgi Georgssyni og Hilmari Þór Hönnusyni.

Í dag er keppt í einmenningi og búist við yfir 60 keppendum og mikilli spennu. Hefst keppnin kl. 14.30 og húsið opnað kl. 13.00. Aðstaða í Íþróttamiðstöðinni er til fyrirmyndar og er öllum velkomið að koma og fylgjast með.

 

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.