Hákon Helgi Bjarnason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja mætti á fund fjölskyldu- og tómstundarráðs í síðustu viku og gerði grein fyrir stöðu Íþróttamiðstöðvarinnar.
Íþróttamiðstöðin er ein af þeim stofnunum bæjarins sem að mjög stór hópur bæjarbúa sækir dags daglega. Mikil viðhaldsþörf er hjá Íþróttamiðstöðinni og mikill tími og kostnaður sem fer í lagfæringar. Undirbúningur er hafinn að því að byggja nýja búningsklefa við húsið, auk lagfæringa á sundlaugasal og útisvæði og unnið að áætlunum varðandi ýmsar fleiri endurbætur. Að auki er verið að skoða innra skipulag o.fl.
Ráðið þakkar yfirferðina og óskar eftir því að fá að vera upplýst reglulega um stöðu Íþróttamiðstöðvarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst