Mikill hávaði við komu Herjólfs
27. mars, 2014
Stór hluti af bílaflota Eyjamanna var mættur á Básaskersbryggju við komu Herjólfs nú klukkan fjögur. �?eyttu menn bílflauturnar af miklum móð og varð af því mikill hávaði.
Vildu Eyjamenn, sem eru búnir að fá nóg af verkfalli á Herjólfi sem nú hefur staðið í á fjórðu viku, hvetja deiluaðila til að leysa deiluna sem allra fyrst. Kveikjan voru ákall Berglindar Sigmarsdóttur, Eyjakonu og fulltrúa Braveheart hópsins sem krefst þess að hafa eðlilegar samgöngur. �??�?að er ekki nóg að pirrast útí horni, það er kominn tími til að láta vita að við erum búin að fá nóg. Ef þið eruð með, deilið þessu og látið ganga. Sýnum starfsfólki Herjólfs stuðning og mótmælum því að Vegagerðin og Eimskip haldi Vestmannaeyjum í gíslingu,�?? segir í tilkynningu Braveheart hópsins. Og margir svöruðu kallinu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst