Mikill kraftur í skákkennslu hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur gengið mjög vel frá því hún hófst að nýju hjá Taflfélagi Vestmannaeyja fyrir rúmlega einu ári. Kennt er í tveimur aldursflokkum í GRV 1.-3. bekk og 4.-7. bekk. Er kennslan í gangi flesta virka daga í skákheimili TV við Heiðarveg, rúmlega eina klukkustund í hvert sinn. Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson annast kennsluna en þeir eru báðir fótboltamenn í ÍBV og í forföllum þeirra annast Guðmundur Sigfússon  kennsluna.

Í síðustu viku fór fram Öskudagsmót og voru þátttakendur alls 26 og voru tefldar sex umferðir með  fimm mínútna umhugsunartíma á keppenda á hverja skák. Fjórir urðu jafnir og efstir með fimm vinninga í eldri flokknum. En efstur á stigum af þeim var Heiðmar Þór Magnússon, annar varð Aron Ingi Sindrason, þriðji  Fannar Ingi Gunnarsson og fjórði Sæþór Ingi Sæmundsson. Efstur 1.-3. bekk var Andri Snær Óskarsson, en Þór Albertsson var í flottasta búningnum í tilefni öskudagsins.  

Myndin af krökkunum var tekin að loknu Öskudagsmótinu í skákheimili TV að Heiðarvegi 9.

Einbeittar ofurhetjur kljást

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.