Elsku fallega góða systir. Hvernig er hægt að sætta sig við það að þú sért farin og horfin úr lífi okkar að eilífu? Það er ekki hægt.
Allar stundirnar sem við höfum átt saman er það sem lifir, minningin um labbitúrana, trúnóin, hlátursköstin, gleðina …..
Það var alltaf stutt í hláturinn hjá þér, svo full af léttleika og bjartsýni, þrátt fyrir ýmislegt sem kom upp á í lífinu.
Eftir heimsókn í Laufrima var okkur alltaf fylgt til dyra. Þú stóðst í dyrunum, brostir og veifaðir bless. Yndislegur siður sem gaf alltaf hlýju í hjartað og fullvissu um að þú vaktir yfir okkur.
Elsku systir, þú hefur alltaf verið okkar stoð og stytta, stóri kletturinn, þó þú værir minnst af okkur systkinunum. Þú varst límið sem hélt okkur saman eftir fráfall foreldra okkar, allir sumar og jóla fjölskyldu hittingarnir sem þið Jonni stóðuð fyrir eru mikilvægir og ógleymanlegir. Við tökum við því kefli með mikilli gleði og þakklæti. Fjölskyldan er jú það dýrmætasta sem við eigum.
Við sjáum þig fyrir okkur í faðmi Jonna þíns, umlukin fallegum blómum úr garðinum, með rauðvínsglas í hendi og sól í hjarta.
Hjartans Kata okkar, við þökkum þér tímann sem við höfum fengið að eiga með þér. Við systkinin, samheldin sem fyrr, munum halda utan um fólkið ykkar.
Endum þetta á áminningunni sem þú hélst að okkur eftir að þú misstir Jonna þinn:
LÍFIÐ ER NÚNA.
Þínar systur.
Lilja Björk og Elva Ósk.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.