Stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, mótmælir harðlega þeim málflutningi LÍÚ að sjómenn skuli taka á sig 15% launaskerðingu. „ fyrsta lagi þykir sjómönnum það koma úr hörðustu átt að útgerðarmenn krefjist launalækkunar hjá sjómönnum. Sjómenn hafa staðið eins og klettar við hlið útgerðarmanna og mótmælt harðlega auðlindagjaldslögunum sem og óútkomnu frumvarpi um stjórn fiskveiða. Rítingurinn er kominn á bólakaf í bak sjómanna. Þetta eru launin fyrir samstöðuna,“ segir í ályktuninni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.