18 útköll í nótt - myndir

Veðurofsinn í Vestmannaeyjum virðist nú vera að nálgast hámark. Það kemur fram á facebook síðu Lögreglunnar að Viðbragðsaðilum hafi borist 18 útköll. Fyrstu útköllin fóru að berast upp úr eitt í nótt, þau hafa verið víða að úr bænum. Meðalvindhraði á Stórhöfða klukkan 7:00 var 44 m/s og fóru hviður upp í 56 m/s.

Haft er eftir Páleyju Borgþórsdóttur á visir.is. „Þessi átt fer svo sem betur með okkur en áttin sem við vorum með í desember. Þá var norðvestan en við austanáttin fer betur með okkur. Við erum með 43 m/s í stöðugum vindi og 57 m/s í hviðum,“ segir Páley.

Hún segir miklu muna á spám og raunverulega veðrinu. Þar muni jafnvel níu til tíu metrum á spánni og því sem raungerist. „Það munar miklu og við höfum séð það áður.“

 

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.