�?að verður nóg að gerast í bænum um helgina í tilefni af sjómannadeginum. Veitingastaðurinn Tanginn heldur að upp á Sjómannadaginn líkt og aðrir bæjarbúar og bjóða upp á skemmtilega dagskrá alla helgina. Davíð Arnór mun sjá um að halda upp í stemmningunni föstudags- og laugardagskvöld frá 22-23 og Gunnar Ingi Gíslason mun vera með ljósmyndasýningu alla helgina. Einnig verður í boði glæsilegur sjómannadagsmatseðill og happy hour frá 22-01 öll kvöld.