Nokkur verkefni úr Eyjum hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands
9. apríl, 2024
Mikið hefur verið byggt í Vestmannaeyjum á síðustu árum og skortur á byggingalóðum.

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrr úthlutun sjóðsins árið 2024. Umsóknir voru samtals 134, í flokki atvinnuþrónar- og nýsköpunarverkefna bárust 45 umsóknir og 89 í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 40,5 m.kr. úthlutað,  18,3 m.kr. til 16 verkefna í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar og 22,2m.kr. til 50 verkefna í flokki menningar. Samtals eru veittir styrkir til 66 verkefna.

Verkefnin sem fengu styrk úr Eyjum eru eftirfarandi:

Undirbúningur markvissrar nýtingar ölduorku við Suðurland
Dagný Hauksdóttir 2.000.000 kr.

Haf-Afl hyggst setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana í þeim tilgangi að tryggja samfélögum raforkuöryggi með ábyrgri nýtingu auðlindarinnar, uppbyggingu atvinnulífs og sátt við samfélagið að leiðarljósi. Verði að stórfelldri uppsetningu ölduorkubúnaðar er ljóst að mikil sköpun afleiddra starfa myndast sem leitast verður við að verði í heimabyggð. Á næstu mánuðum verður unnið að staðsetningarvali, hagvkæmnimati og greiningu umhverfisáhrifa vegna uppsetningar ölduvirkjana við Vestmannaeyjar.

Veiðar og rannsóknir á rauðátu við Suðurströndina
Rauðátan ehf. 1.500.000 kr.

Verkefnið snýst um nýja tækni sem sameinar gögn frá gervihnetti og nýrri gerð bergmálsmæla til að leita markvisst að rauðátu á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar. Bergmálstæknin er áhrifarík og ef hún er samþætt í þverfaglegar rannsóknir sem taka mið af vistfræði, haffræði og sjávarútvegi. Samþætting gagna frá bergmálsmælum, frá gervihnöttum og öðrum haffræðilegum tækjum, er ein þeirra leiða til að auka skilning á vistfræðilegum tengslum tegunda og umhvefis.

Saltey – næstu skref
eySalt ehf. 500.000 kr.

Saltey ætlar að koma sér á vörumarkað á Suðurlandi og tryggja sinn stað þar. Við ætlum að auka vöruúrval okkar og nýta styrkinn í vöruþróun með hráefnum sem vaxa villt í Vestmannaeyjum.

Á slóðum Tyrkjaránsins
Ragnar Óskarsson 400.000 kr.

Verkefnið felst í því að gera Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum árið 1627 skil. Farið verður í göngu í Vestmannaeyjum á slóðum ránsins og sagan rakin á nokkrum áningarsstöðum. Boðið verður upp á sérstaka dagskrá innanhúss þar sem ýmislegt efni tengt ráninu verður kynt. Fyrirlesarar fjalla um nokkra einstaklinga, konur og karla, sem teknir voru sem
fangar, hljómlist frá 17. öld flutt og réttir bragðaðir. Heimsókn í Krosskirkju, altaristaflan túlkuð og fjallað um Kláus Eyjólfsson lögréttumann.

Þjóðhátíð í 150 ár
Byggðasafn Vestmannaeyja 400.000 kr.

Þjóðhátíð Vestmannaeyja fagnar 150 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því er ætlunin að halda uppá það með menningarviðburði í Safnahúsi. Við viljum jafnframt að gera hátíðinni hátt undir höfði með að uppfæra og nútímavæða sýninguna okkar í rými Sagnheima, byggðasafns. Þjóðhátíðarblöðin fari á timarit,is enda eru þau uppfull af mikilvægum heimildum sem þurfa að vera aðgengileg öllum.

Norræn vinátta
Guðný Charlotta Harðardóttir 400.000 kr.

Norræn vinátta er verkefni sem kynnir norræna tónlist, frá öllum Norðurlöndunum. Um leið er sagt frá sögu laganna og þætti hvers lands fyrir sig í uppbyggingu samfélagsins í Vestmannaeyjum eftir gosið árið 1973. Flytjendur eru Cecilie Bang Jensen söngur, Guðný Charlotta Harðardóttir píanó og Kristín Jóhannsdóttir sagnfræðingur.

Saga og súpa
Vestmannaeyjabær 300.000 kr

Saga og súpa hefur fest sig í sessi í Vestmannaeyjum sem vettvangur fjölbreyttra dagskráa þar sem fjallað er um hina ýmsu þætti menningararfs Vestmannaeyja.
Viðburðir í Sögu og súpu eru jafnan afar vel sóttir og reynt er að gæta þess vandlega að bjóða upp á efni sem hæfi sem flestum.

Alla styrki má nálgast hér.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst