NovaFest færir út kvíarnar
NovaFest hefur verið vel sótt við 900 Grillhús undanfarin ár. Mynd/Aðsend

Undanfarin ár hafa tónleikar Nova farið fram í portinu hjá 900 Grillhúsi og hefur þar skapast skemmtileg hátíðarstemning með tónlist og viðburðum allan daginn. Nú færir Nova út kvíarnar, niður á bílastæðið í eigu Ísfélags við Miðstræti og verða þar settir upp stærðarinnar NovaFest tónleikar ásamt borðum og bekkjum og lokað verður fyrir umferð á svæðinu.

Yfir hátíðina verða þar allskonar uppákomur en það er íslenska tónlistin sem verður miðpunkturinn. Líkt og fyrri ár lofar NovaFest frábærri stemningu og einvala úrvali tónlistafólks en á NovaFest koma meðal annars fram Patr!k, GDRN, ClubDub, gugusar, Jói P og Króli, DJ Lil Curly x Stormzy og mörg fleiri.

Nokkur stærstu nöfnin

„Nova elskar íslenska tónlist og því er Þjóðhátíðarhelgin ein af okkar uppáhalds á árinu. NovaFest hefur aldrei verið stærra og flottara og erum við þvílíkt spennt að frumsýna nýja glæsilega uppsetningu í Miðstrætinu, í samstarfi við Þjóðhátíð. Þarna erum við að setja saman stútfulla dagskrá sem státar af nokkrum af stærstu nöfnunum í íslenskri tónlist í dag. Við ætlum að leggja okkar að mörkum við að umbreyta Heimaey í „stærsta skemmtistað í heimi“ og við getum ekki beðið eftir þessari veislu!“ segir Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova.

Hér má sjá dagskrána.

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.