Icelandic Water Holdings ehf. sem síðastliðin þrjú ár hefur starfrækt átöppunarverksmiðju fyrir Iceland Glacial-vatnið í Þorlákshöfn, gangsetti á föstudag nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Verksmiðjan sem er 6.700 fermetrar að stærð mun í fyrri áfanga anna átöppun um 100 milljóna lítra á ári.
Icelandic Glacial-vatnið hefur fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir gæði sín og hreinleika. Jafnframt hafa umbúðir vatnsins vakið mikla athygli og hlotið ýmis verðlaun fyrir bæði útlit og gæði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst