Ný gjaldskrá mun endurspegla raunkostnað
gamar_sorpa
Á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs verður lögð fram íbúagjaldskrá. Eyjar.net/TMS

Fyrir helgi fjallaði Eyjar.net um nýja gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar í sorpförgun.

https://eyjar.net/ny-gjaldskra-gnaefir-yfir-adra/

Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum vegna málsins að gjaldskráin sem sé á heimsíðu Vestmannaeyjabæjar gildi eingöngu fyrir fyrirtæki ekki íbúa.

Framsetningin hefði mátt vera skýrari

„Vestmannaeyjabær hefur ekki verið með sérstaka íbúagjaldskrá enda hafa íbúar ekki greitt fyrir að henda sorpi á móttökustöð en nú þarf að breyta því eins og áður hefur komið fram.

Á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs verður lögð fram íbúagjaldskrá. Íbúar hafa ekki verið rukkaðir og verða ekki rukkaðir fyrr en íbúagjaldskrá tekur gildi. Íbúagjaldskrá mun endurspegla raunkostnað við að flytja sorp á förgunarstað og að förgun þess eins og lög gera ráð fyrir. Þessar breytingar á gjaldtöku og umgjörð tengdu sorpinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var. Á næstu mánuðum verður boðinn út rekstur á sorphirðu og sorpförgun. Þegar nýr rekstarasamningur liggur fyrir verður gjaldskráin tekin upp og samræmd nýjum verðum frá rekstraraðila.

Framsetningin á gjaldskráinni hefði mátt vera skýrari og hefði verið hægt að koma í veg fyrir þær áhyggjur sem íbúar eðlilega hafa að þeirri gjaldskrá sem birt er á vef Vestmannaeyjabæjar.” segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.