Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð
5. júní, 2025
Hluti fjölskyldunnar, Bylgja Valsdóttir, Magnús Úlfur, Magnús Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og Einar Sigurðsson.

Ný Heimaey kostaði rúma 5 milljarða en til samanburðar var hagnaður Ísfélagsins í fyrra 2,1 milljarður.

„Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í litlu samfélagi þegar nýtt skip kemur í flotann. Þetta þekkir fólk í sjávarplássum um allt land og skilur,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður félagsins þegar hann fagnaði nýju skipi með gestum um borð í Heimaey í gær.

Ný Heimaey VE 1 leysir af hólmi þriðju Heimaey sem var smíðuð í Chile og afhent Ísfélaginu árið 2012. „Það skip reyndist ákaflega vel en skipið sem við erum að taka á móti núna er af annarri kynslóð. Ný Heimaey er smíðuð í Danmörku árið 2017, skipið er 78 metra langt, 15,5 metrar á breidd og ber 2500 tonn,“ sagði Einar.

Bæjarstjóri kom færandi hendi. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Guðbjörg Matthíasdóttir, Magnús Sigurðsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir hafnarstjóri, Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar og Einar Sigurðsson.

 

Kostar 5 milljarða

Hann sagði endurnýjun flotans mikilvæga til þess að Íslenskur sjávarútvegur sé ávallt í fremstu röð og geti keppt við sjávarútveg í öðrum löndum. „Við sem störfum í sjávarútvegi á Íslandi megum vera stolt af frammistöðu okkar. Við höfum staðið okkur vel þó auðvitað megi alltaf gera betur. Það er samt ekki sjálfgefið að það gangi vel. Við borgum hæstu laun í fiskvinnslu í Evrópu, og skiptaprósenta er hæst hér í Atlandshafinu. Til að standa undir slíku eru fjárfestingar mikilvægar, og eingöngu þannig munum við halda áfram að vera í fremstu röð.“

Ný Heimaey kostaði rúma 5 milljarða en til samanburðar var hagnaður Ísfélagsins í fyrra 2,1 milljarður. „Það er þó mín trú og annarra forsvarsmanna félagsins að það fari  saman, að fjárfesta vel í skipum og tækjum, vera með gott fólk og öfluga stjórnendur og að félagið skili góðri afkomu. Afkoman  nýtist svo til frekari fjárfestinga. Það verður að vera gæfa okkar Íslendinga að raska ekki þessari hringrás, því þá drögumst við aftur úr þeim þjóðum sem við keppum við,“ sagði Einar og þakkaði gestum fyrir að koma og gleðjast með með þeim.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.