Nýtt rokklag Molda kemur út í dag
Molda. Rokk.

Moldavélin mallar reglulega og heldur áfram að semja. Þeir leita í smiðju Sigurmundar Gísla Einarssonar og Ólafs Týrs Guðjónssonar með textagerð. Æskulýðsfulltrúinn og ljúfmennið  Gísli Stefánsson sér um alla hljóðblöndun og upptökur. Nýlega fékk hljómsveitin að endurgera íslenskan slagara og færa hann í Moldubúning og kemur lagið á Spotify í dag, 24. júní. Það er hinn sígildi slagari, Láttu mig vera með 200.000 Naglbítum. 

Þetta er sagan þeirra en hún verður líka sagan okkar ef þeir nenna, hæfileikarnir, sköpunargleðin, krafturinn og viljinn til að skemmta er til staðar. Allt sem prýðir góða rokksveit og setur Moldu meðal þeirra fremstu á Íslandi í dag. 

Nánar um Molda í nýjasta tölublaði Eyjafrétta, sem kom út 22. júní. 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.