Moldavélin mallar reglulega og heldur áfram að semja. Þeir leita í smiðju Sigurmundar Gísla Einarssonar og Ólafs Týrs Guðjónssonar með textagerð. Æskulýðsfulltrúinn og ljúfmennið Gísli Stefánsson sér um alla hljóðblöndun og upptökur. Nýlega fékk hljómsveitin að endurgera íslenskan slagara og færa hann í Moldubúning og kemur lagið á Spotify í dag, 24. júní. Það er hinn sígildi slagari, Láttu mig vera með 200.000 Naglbítum.
Þetta er sagan þeirra en hún verður líka sagan okkar ef þeir nenna, hæfileikarnir, sköpunargleðin, krafturinn og viljinn til að skemmta er til staðar. Allt sem prýðir góða rokksveit og setur Moldu meðal þeirra fremstu á Íslandi í dag.
Nánar um Molda í nýjasta tölublaði Eyjafrétta, sem kom út 22. júní.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst