Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda á morgun, en hægt er að lesa blaðið á netinu hérna.
Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði og er blaðið að sjálfsögðu tileinkað Goslokunum. Það var þann 3. júlí 1973 þegar Almannavarnanefnd tilkynnti að gosinu væri lokið að mati vísindamanna. Þessara tímamóta minnast Eyjamenn í dag. Þó eyðileggingin væri mikil var margt að þakka því allir sem bjuggu í Eyjum þegar byrjaði að gjósa komust heilir upp á land á skipum og bátum. Í goslok tók við mikið uppbyggingarstarf sem hefur skilað okkur nútíma sveitarfélagi í fremstu röð. Þess minnumst við um helgina ásamt því að Vestmannaeyjabær fagnar 100 ára kaupstaðarafmæli á árinu.
Í þessu tölublaði rifjum við upp gosnóttina og förum vel yfir dagskrá helgarinnar. Við tökum spjall við skipstjóran á Herjólfi, heyrum í Laufey Jörgensdóttur sem hefur tekið saman öll þjóðhátíðarlögin frá upphafi og sett saman í bók. Þórdís Borgþórsdóttir er í opnuviðtali hjá okkur og fer yfir farin veg með okkur. Matgæðingurinn okkar er á sínum stað og svo margt fleira.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.