Óeigingjarnt starf í þágu Villikatta
22. ágúst, 2023

Deild Villikatta í Vestmannaeyjum var stofnuð í lok ársins 2017. Til að byrja með voru Villikettir í Vestmannaeyjum hluti af Villiköttum á Suðurlandi en urðum svo sér deild fljótlega. Félagið Villikettir eru starfandi um mest allt landið. Samstarf er á milli allra deilda félagsins. Starfssamningur við Vestmannaeyjabæ var svo undirritaður í október 2018.

Kisu kotið

Í samtali við Laufey Konný Guðjónsdóttir sem situr í stjórn félagsins segir hún að starfsemi félagsins felist aðallega í því að fanga villta/vergangs ketti, láta gelda þá og kom þeim sem hægt er á heimili, mjög villtum fullorðnum köttum er sleppt aftur á sama stað og þeir voru fangaðir en aðrir fara í kotið í mönnun. Síðan er rekstur á kotinu og einnig hafa þau verið með einn eða fleiri matargjafa staði fyrir villikettina.

„Til að byrja með fengum við athvarf hjá einum sjálfboðaliða en svo var það húsnæði selt og við sjálfboðaliðarnir tókum þá kettina heim til okkar en í lok árs 2018 fengum við það húsnæði sem við erum enn í frá Vestmannaeyjabæ. Fyrstu íbúarnir þar komu í byrjun árs 2019.

Í kotinu eru 3 vaktir á dag og það gengur misvel að manna á þær. Sumir sjálfboðaliðar eru að taka margar vaktir í viku meðan aðrir taka færri. Við erum að nota app þar sem fólk skráir sig á þær vaktir sem það hefur tíma til að taka. Við erum með morgunvakt, miðdegisvakt og kvöldvakt.

Í dag eru 14 kettir í kotinu, sumir tilbúnir á heimili en margir sem þyrftu að fá heimili hjá mjög þolinmóðu fólki.“

Kostnaðarsamt að reka kot

„Það er dýrt að reka kot, en sem betur fer höfum við fengið góðar gjafir frá fólki, bæði hér í bænum en einnig kisuvinum upp á landi líka. Gjafirnar geta verið í formi leikfanga, klórustaura, búra, pissukassa, mats, sands, teppi ofl. Þegar margir kettir fara í gegn hjá okkur þá slitna þessi hlutir svo það þarf alltaf reglulega að endurnýja. Einnig hefur fólk styrkt okkur um pening.

Það þarf að fara með alla kettina í geldingu, ormahreinsa, örmerkja og bólusetja. Oftast nær hefur dugað að fara til dýralæknisins sem kemur til Eyja en þó nokkrum sinnum höfum við þurft að fara með kött upp á land til dýralæknis.

Hluti af starfinu er að veiða kettina, sem getur tekið tíma, það þarf að setja upp búr og fylgjast með þeim, hugsa um og manna þá ketti sem við veiðum og erum með í kotinu okkar. Við reynum að skipta á okkur að fylgjast með búrunum svo vinnan lendi ekki öll á einum aðila.“

Þiggja alla aðstoð sem býðst

Sjálfboðaliðar í Vestmannaeyjum vinna frábært og óeigingjarnt starf í þágu Villikatta. Tuttugu virkir sjálfboðaliðar starfa hjá þeim í dag en Konný segir að það vanti alltaf fleiri sjálfboðaliða til að starfa með þeim. „Einnig vantar félaginu oft fósturheimili, bæði fyrir kettlinga og/eða kettlingafullar læður. Einnig vantar oft fósturheimili fyrir kisur sem þurfa á betri mönnun að ræða, eiga jafnvel við einhver vandamál eins og eiga erfitt með að búa til koti með mörgum köttum.“

Til að gerast sjálfboðaliði (aldurstakmark ) er best að senda félaginu skilaboð í gegnum síðuna okkar https://www.facebook.com/VillikettirVestmannaeyjum

Til að styrkja okkur er bæði hægt að skilja eftir mat, sand ofl í körfu í Bónus og Húsasmiðjunni. Einnig er hægt að leggja inn á okkur pening sem nýtist þá í þessi kaup 0133-26-5534 kt. 710314-1790.  

Við höfum líka nokkrum sinnum tekið þátt í jólamarkaði og þá selt vörur til að styrkja við starfsemina okkar.

Einnig er félagið með sjúkrasjóð sem er 0111-26-73030 kt. 710314-1790. Sjúkrasjóðurinn er fyrir kettina um allt land sem þurfa á læknisaðstoð að halda“, segir Konný að lokum.

Myndir frá Villiköttum:

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst