Framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu á gatnalýsingu, útskiptiáætlun lampa og viðhaldi á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni.
Ráðið ítrekar í niðurstöðu sinni mikilvægi þess að þjónustuaðili uppfylli skilyrði samnings um þjónustu og viðhald gatnalýsingar enda er gatnalýsing mikilvægur þáttur í umferðaröryggi, sér í lagi gangandi og hjólandi vegfarenda. Ólíðandi er að fjöldi ljósastaura séu óvirkir yfir myrkustu mánuði ársins.
Ráðið felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ítreka alvöru málsins við þjónustuaðila og krefjast úrbóta hið snarasta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst