Oliver Heiðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári.

Titilinn Íþróttafólk æskunnar fengu þau Kristín Klara Óskarsdóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og Andri Erlingsson í flokki eldri iðkenda í handbolta líka.

Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum hér í Eyjum.

Eyjafréttir óskar öllu því íþróttafólki, þjálfurum og öðrum sem koma að innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður í meistaraflokki ÍBV var valinn íþróttamaður Vestmannaeyja 2024

Andri Erlingsson, handboltamaður var valinn íþróttamaður æskunnar hjá eldri flokki og Kristín Klara Óskarsdóttir, handbolta- og fótboltakona hjá yngri flokki. 

Bjartey Ósk Sæþórsdóttir var valinn sundmaður ársins.

Tinna Mjöll Frostadóttir var valin fimleikakona ársins.

Hallgrímur Þórðarsson var valinn KFS leikmaður ársins.

Þeir Róbert og Birgir Rúnar voru Íþróttamenn ársins hjá íþróttafélaginu Ægi.

Marcin Vanecki var valinn íþróttamaður ársins hjá Skotfélagi Vestmannaeyja.

6.flokkur karla í handbolta hlaut viðkenningu fyrir íslandsmeistaratitillinn 2024.

Þjálfarar liðsins eru þeir Arnór Viðarsson, Pavel Miskevich og Birkir Björnsson. 

4. flokkur kvenna í handbolta fékk viðurkenningu fyrir bikarmeistaratitilinn 2024.

Þjálfarar liðsins eru þeir Hilmar Ágúst Björnsson og Gísli Steinar Jónsson.

Agnes Lilja Styrmisdóttir hlaut viðurkenningu fyrir þátttöku sína í 16 ára landsliði í handbolta. 

Sigurður Georgsson hlaut sérstaka heiðurs viðurkenningu fyrir störf sín og framlag til íþróttamála. 

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.