Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári.
Titilinn Íþróttafólk æskunnar fengu þau Kristín Klara Óskarsdóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og Andri Erlingsson í flokki eldri iðkenda í handbolta líka.
Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum hér í Eyjum.
Eyjafréttir óskar öllu því íþróttafólki, þjálfurum og öðrum sem koma að innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður í meistaraflokki ÍBV var valinn íþróttamaður Vestmannaeyja 2024

Andri Erlingsson, handboltamaður var valinn íþróttamaður æskunnar hjá eldri flokki og Kristín Klara Óskarsdóttir, handbolta- og fótboltakona hjá yngri flokki.

Bjartey Ósk Sæþórsdóttir var valinn sundmaður ársins.

Tinna Mjöll Frostadóttir var valin fimleikakona ársins.

Hallgrímur Þórðarsson var valinn KFS leikmaður ársins.

Þeir Róbert og Birgir Rúnar voru Íþróttamenn ársins hjá íþróttafélaginu Ægi.

Marcin Vanecki var valinn íþróttamaður ársins hjá Skotfélagi Vestmannaeyja.

6.flokkur karla í handbolta hlaut viðkenningu fyrir íslandsmeistaratitillinn 2024.
Þjálfarar liðsins eru þeir Arnór Viðarsson, Pavel Miskevich og Birkir Björnsson.

4. flokkur kvenna í handbolta fékk viðurkenningu fyrir bikarmeistaratitilinn 2024.
Þjálfarar liðsins eru þeir Hilmar Ágúst Björnsson og Gísli Steinar Jónsson.

Agnes Lilja Styrmisdóttir hlaut viðurkenningu fyrir þátttöku sína í 16 ára landsliði í handbolta.

Sigurður Georgsson hlaut sérstaka heiðurs viðurkenningu fyrir störf sín og framlag til íþróttamála.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.