Norðmenn eru smátt og smátt farnir að meðtaka þann hrylling sem átti sér stað um síðustu helgi þegar sprengja sprakk í Osló og fjöldamorðin í Útey. Þórína Baldursdóttir er stödd í fríi í Osló og segir ástandið í raun og veru ólýsanlegt. Hún fór í miðbæinn í gær þar sem fjöldi manns var samankominn og blómahafið við dómskirkjuna teygði sig langar leiðir.