Aragrúi óskilamuna hjá Lögreglunni

Það er í nógu að snúast hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum þessa dagana. Í þetta skiptið er það svo sem ekki slæmar fréttir því verkefnið er ekki endilega hefðbundið.
Þannig er mál með vexti að geymslur lögreglustöðvarinnar eru fullar af óskilamunum úr Herjólfsdal. En svo virðist sem margur hver hafi farið léttari heim en í Dalinn.
Lögreglan hefur undanfarna daga póstað myndum af mununum á Facebook síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar kennir ýmissa grasa og má þar t.a.m. finna aragrúa af töskum og bakpokum, lyklum, símum, húfum og ýmiskonar yfirhöfnum. Það er því um að gera fyrir Þjóðhátíðargesti að renna yfir myndirnar, hvort þeir kannist við einhvern þessara muna.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.