Orkumótið hefst á morgun
Sigurlið Stjörnunnar á Orkumótinu 2021

Á morgun hefst Orkumótið í knattspyrnu sem fer fram í Vestmannaeyjum á ári hverju. Á mótinu etja kappi drengir í 6. flokki og stendur mótið til laugardags. Búist er við 1100 þátttakendum auk foreldra.

Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn í bænum að hafa varan á og taka tillit til mikils fólksfjölda í bænum.

Við viljum jafnframt benda ökumönnum á að bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á Hamarsveginum, þar sem flestir knattspyrnuvellirnir eru. Lögregla mun halda úti öflugu eftirliti í umferðinni, þar sem fylgst verður vel með ökuhraða, ástandi og réttindum ökumanna, lagningum, bílbeltanotkun, notkun farsíma og snjalltækja við akstur, fjölda farþega os.frv. Viljum við bjóða mótsgesti velkomna til Eyja og óskum þeim góðs gengis á mótinu” segir í tilkynningu lögreglunnar.

Hér má sjá dagskrá Orkumótsins.

 

Nýjustu fréttir

Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.