Tryggvi Hjaltason hefur ekki farið hefðbundnar leiðir í lífinu. Hann hefur, þrátt fyrir ungan aldur, ferðast á milli heimsálfa og lokið námi við bandaríska háskólann Embry Riddle í Prescott Arizona. Tryggvi gerði reyndar gott betur en að klára námið, því hann dúxaði með meðaleinkunina 9,88. Tryggvi lærði Global Security and Intelligence Studies, sem mætti þýða lauslega sem alheims öryggismál og upplýsingaöflun og dvaldi í Bandaríkjunum ásamt eiginkonu sinni, Guðnýju Sigurmundsdóttur, í hátt í þrjú ár. Júlíus Ingason settist niður með Tryggva og fór yfir námið, dvölina í Bandaríkjunum og framtíðina.